Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Alþjóðleg rannsókn á starfsumhverfi blaða- og fréttamanna

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að veita eina milljón króna til hóps íslenskra fræðimanna á sviði fjölmiðlunar vegna þáttöku þeirra í alþjóðlegri rannsókn meðal blaða- og fréttamanna.


Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að veita eina milljón króna til hóps íslenskra fræðimanna á sviði fjölmiðlunar vegna þátttöku þeirra í alþjóðlegri rannsókn meðal blaða- og fréttamanna.

Rannsóknin heitir Worlds of Journalism Study og er alþjóðleg könnun á starfsumhverfi blaða- og fréttamanna. Rannsóknin tekur m.a. til þeirra þátta sem nefndir voru í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, t.d. um starfshætti og siðferði í íslenskum fjölmiðlum. Áttatíu og fjögur lönd taka þátt í rannsókninni frá 1. mars 2012 til 31. desember 2014.

Hérlendis er rannsóknin samstarfsverkefni sjö kennara í fjölmiðlafræði og blaða- og fréttamennsku, við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Hún er unnin innan Rannsóknaseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Félags- og menntavísindadeild HÍ. Með þátttöku í rannsókninni geta fræðimenn hérlendis á sviði fjölmiðlarannsókna sett niðurstöðurnar í alþjóðlegt samhengi. Þá munu niðurstöðurnar einnig nýtast stjórnvöldum til stefnumótunar í málefnum fjölmiðla og veita upplýsingar um stöðu fjölmiðla hérlendis samanborið við önnur lönd, t.d. Norðurlönd.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn