Mennta- og menningarmálaráðuneytið

NordForsk styrkir rannsóknasamstarf í menntavísindum

Vakin er athygli á styrkjum sem NordForsk mun veita á sviði menntavísinda

NordForsk er norræn stofnun undir Norrænu ráðherranefndinni um menntun og rannsóknir (MR-U). Hún fjármagnar norrænt rannsóknasamstarf og veitir ráð og tillögur um norræna vísindastefnu. Hlutverk NordForsk er einnig að auka virði þess starfs sem þegar á sér stað á Norðurlöndum og þar með að efla norrænar rannsóknir og áhrif þeirra í Evrópu og um heim allan.
Á skipulagðan hátt er leiddir saman hópar frá öllum Norðurlöndunum til að vinna saman að norrænum áætlunum með sameiginlegu fjármagni. Þannig stuðlar NordForsk að hágæðarannsóknum. Um þessar mundir lausir til umsókna styrkir til rannsóknasamstarfs á sviði menntavísinda. Hér að neðan eru upplýsingar (á ensku) um áætlunina og umsóknarfresti ásamt tenglum í vefsíður með nánari upplýsingum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn