Hoppa yfir valmynd
25. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Þú færð hvergi ferskari fisk en á Malarkaffi á Drangsnesi ... nema auðvitað ef þú vilt fá signu grásleppuna þeirra sem er víðfræg!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Ef leiðin liggur um Vestfirði þá er upplagt að heimsækja Drangsnes - og  þegar þangað er komið ætti það nánast að vera skylda að gæða sér á máltíð á fjölskyldurekna veitingastaðnum Malarkaffi. Húsfaðirinn er sjómaður og kemur daglega með nýjan fisk. Húsmóðirinn sér um að rækta grænmeti, tína krækling, bláber, blóðberg og aðrar kryddjurtir. Og í eldhúsinu ræður dóttirin ríkjum.

Ferðamenn á Íslandi eiga svo sannarlega kost á góðu því að flóra veitingastaða er mun fjölskrúðugri en flesta grunar og þá hefur orðið mikil aukning í því að bændur og búalið selji matvörur sem unnar eru úr hráefni úr heimabyggð.  Á vefnum Iceland Local Food Guide er íslensk matarmenning í hávegum höfð og veittar upplýsingar um veitingastaði og framleiðendur um allt land sem bjóða staðbundinn íslenskan sælkeramat og íslenskar sælkeraafurðir.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum