Hoppa yfir valmynd
15. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglugerð um vaktstöð siglinga til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa. Umsagnafrestur er til 2. júlí næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Stefnt er að reglugerðin komi í stað gildandi reglugerðar um sama efni nr. 672/2006, með síðari breytingum. Með henni eru innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/59/EB, tilskipun 2009/17, tilskipun 2009/18 og tilskipun 2011/15. Markmiðið með reglugerðinni er að tryggja öruggar siglingar í íslenskri efnahagslögsögu, öryggi skipa, farþega og áhafna og efla varnir gegn mengun sjávar frá skipum.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum