Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2012 Utanríkisráðuneytið

Utankjörfundar­atkvæðagreiðsla erlendis vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs 20. október 2012

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fer fram 20. október 2012, hefst 26.ágúst n.k. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York,  Winnipeg og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista. Búist er við því að kosið verði á u.þ.b. 235 stöðum í 84 löndum. Væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa.

Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar er að finna á vefsetrinu: www.kosning.is

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Listi yfir alla kjörræðismenn Íslands 2012 

Vefir sendiskrifstofa Íslands

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira