Hoppa yfir valmynd
20. september 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mælt fyrir þremur frumvörpum á Alþingi

Mennta- og menningarmálaráðherra mælir fyrir frumvörpum til bókasafnslaga, laga um bókmenntasjóð og íþróttalaga.

Þjóðarbókhlaða
Þjóðarbókhlaða

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælir í dag, miðvikudag 19. september, fyrir frumvörpum til þriggja nýrra laga.

  1. Frumvarp til bókasafnalaga. Nýjum lögum er ætlað að koma í stað laga um almenningsbókasöfn, nr. 36/1997 og laga um Blindrabókasafn Íslands, nr. 35/1982. Þá eru í frumvarpinu lagðar til breytingar á lögum um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Tilgangur frumvarpsins er að efla starfsemi og samvinnu bókasafna þannig að þau geti sem best gegnt því hlutverki sínu að vera þekkingarveitur og fræðslustofnanir, sem halda uppi virkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu á sem flestum sviðum og tryggja jafnframt varðveislu þess menningararfs sem bókasöfn hafa að geyma. Frumvarpið er samið af nefnd sem ráðherra skipaði upphaflega 24. júní 2003 og lauk endanlega störfum 10. október 2006.
  2. Frumvarp til laga um breytingar á bókmenntasjóði o.fl. Tilgangur frumvarpsins er að koma á fót miðstöð íslenskra bókmennta er taki við hlutverki bókmenntasjóðs. Með frumvarpinu er fylgt eftir því kynningarstarfi á íslenskum bókmenntum sem fékkst með þátttöku Íslands sem heiðurgests á bókasýningunni í Frankfurt 2011. Frumvarpið er samið á vegum ráðuneytisins í samráði við helstu hagsmunaaðila.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á íþróttalögum (lyfjaeftirlit). Tilgangur frumvarpsins er að heimila ráðherra að fela þar til bærum aðila að hafa með höndum lyfjaeftirlit í íþróttum. Með því er verið að efna skuldbindingar íslenskra stjórnvalda um slíkt eftirlit til samræmis við alþjóðasamninga UNESCO og Evrópuráðsins um lyfjaeftirlit. Frumvarpið er samið á vegum ráðuneytisins í samráði við helstu hagsmunaaðila.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum