Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Opinn aðgangur að rannsóknarniðurstöðum

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur undirritað Berlínaryfirlýsinguna um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum sem unnar eru fyrir opinbert fé.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur undirritað Berlínaryfirlýsinguna um opinn aðgang. Þar með staðfestir safnið stefnu sína um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum sem unnar eru fyrir opinbert fé. Opinn aðgangur (e. open access) miðar að því að gera ritrýndar vísindagreinar og annað útgefið fræðiefni aðgengilegt óhindrað á rafrænu formi gegnum Internetið, án takmarkana höfundaréttar eða aðgangsleyfa. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira