Hoppa yfir valmynd
10. desember 2012 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Verðskrá fyrir hýsingu og hnitsettur listi yfir fjarskiptasenda sem styrktir eru af Fjarskiptasjóði

Fjarskiptasjóður hefur gefið út verðskrá fyrir hýsingu á þeim sendastöðum fyrir fjarskipti sem byggðir voru upp á árunum 2007 til 2010 í tengslum við samninga sjóðsins við Símann og Vodafone. Samningarnir voru gerðir í framhaldi útboðs fjarskiptasjóðs vegna uppbyggingar og eflingar á farsímaþjónustu á stofnvegum og ferðamannastöðum.

Verkefnið snerist um uppbyggingu ríflega 50 nýrra eða endurbættra sendastaða víða um landið sem tryggðu útbreiðslu GSM farsímanetsins. Uppbyggingin skiptist þannig milli fyrirtækjanna að Míla fyrir hönd Símans byggði upp 25 sendastaði og Vodafone aðra 25 staði. Auk þeirra voru byggðir 4 staðir í samvinnu við Neyðarlínuna. Hluti af þessu framtaki fjarskiptasjóðs var að tryggja einnig hóflega hýsingarverðskrá á þessum styrktu stöðum með það fyrir augum að auka eftirspurn og stuðla að hagkvæmum rekstri fjarskipta.

 Meðfylgjandi er sundurliðaður listi yfir styrkta aðstöðu og hýsingarverðskrá og þar koma einnig fram upplýsingar um staðsetningu, nafn og hnit, gerð húss og masturs og hæð þess þar sem það á við. Vakin er athygli á því í skjalinu að eiganda ber skylda til að veita þeim sem eftir því leita aðgang að aðstöðu sem sjóðurinn hefur styrkt uppbyggingu á meðan laust pláss er en aðgengisskyldan takmarkast við aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað aðila sem hefur almenna heimild til reksturs fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum