Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til að efla starfsmenntun

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur veitt styrki til að efla starfsmenntun, sem lið í átakinu Nám er vinnandi vegur.

Í janúar 2013 veitti mennta- og menningarmálaráðuneyti styrki til að efla starfsmenntun til 41 verkefnis, samtals að fjárhæð 69.588.000 kr. samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um átakið Nám er vinnandi vegur. Styrkjunum er ætlað að efla starfstengt nám á framhalds- og háskólastigi og í framhaldsfræðslu. 26 aðilar sóttu um styrki til 55 verkefna, samtals um 114 millj. kr. Farið var yfir umsóknirnar í ráðuneytinu og tillaga um úthlutun lögð fyrir stýrihóp verkefnisins, sem ákvað að leggja til við ráðherra að úthlutað yrði styrkjum fyrir samtals 69.588.000 kr. til 41 verkefnis.

Verkefnum var skipt í þrjá flokka í samræmi við skilgreiningar í auglýsingu:

  1. Þróun nýrra námsúrræða og tilraunakennsla námskeiða fyrir einstaklinga af erlendum uppruna.
    17 aðilar sóttu um til 26 verkefna, alls um 58 millj. kr. Í þessum flokki voru 19 verkefni styrkt, samtals með 31.350.000 kr.
  2. Þróun námsbrauta í starfsnámi á 4. þrepi viðmiðaramma aðalnámskrár framhaldsskóla.
    8 aðilar sóttu um til 10 verkefna, alls um 20 millj. kr. Í þessum flokki voru 9 verkefni styrkt, samtals með 16.124.000 kr.
  3. Hagnýting og þróun stuttra starfsnámsbrauta á framhaldsskólastigi í ólíkum starfsgreinaflokkum eða starfssviðum.
    9 aðilar sóttu um til 19 verkefna, alls um 35 millj. kr. Í þessum flokki voru 13 verkefni styrkt, samtals með 22.114.000 kr.

Við mat á umsóknum var m.a. horft til gæða þeirra, hvort um samstarf fræðsluaðila og/eða atvinnulífs var að ræða, hvort verkefni gætu talist raunhæf og hvort um nýsköpun eða þróun af einhverju tagi væri að ræða.

Umsóknum var hafnað þegar sótt var um styrki til:

  • að greiða kennslukostnað eingöngu (engin þróunarvinna)
  • að greiða vinnu við námsefnisgerð eingöngu
  • að þróa einn áfanga
  • að kosta námskeiðahald einkaaðila fyrir starfsmenn eins fyrirtækis
  • að þróa og prófa rafrænt námsefni
  • verkefna þar sem umsóknir voru óljósar og ómarkvissar
  • að þróa verkefni sem þóttu óraunhæf að mati skrifstofu menntamála eða vitað var um andstöðu starfsgreinaráðs við verkefni.

Úthlutanir:

 

Sjóður NVV - Úthlutun í febrúar 2013

 

Umsækjandi

Heiti verkefnis

tillaga 

AFL starfsgreina-félag Íslenska í námi og starfi 2.640.000
Alþjóðasetur ehf. Framtíð í sátt 1.850.000
Austurbrú Hönnun úr staðbundnum hráefnum (4. þrep) 2.000.000
Austurbrú Umhirða ungskóga 1.600.000
Borgarholtsskóli Vinnustaðanám þjónustubrauta 1.940.000
Borgarholtsskóli Þróun vinnustaðanáms fyrir s.hl. framhaldsskólaprófs og sérnámsbraut 1.950.000
Borgarholtsskóli Endurskoðun og þróun námsbrauta í stál- og blikksmíði 2.000.000
Borgarholtsskóli Endurskoðun og þróun námsbrauta í vélvirkjun og rennismíði 2.000.000
Borgarholtsskóli Samræmt grunnnám í málm- og bíliðngreinum 1.900.000
Ferðamálaskóli M.K. Starfstengt ferðafræðinám á 4. þrepi 1.900.000
Fjölbrautaskóli Suðurlands Námsbraut f. nemendur á starfsbraut 2.000.000
Fjölbrautaskóli Vesturlands Kennsla í ensku og uppl.tækni f. erl. nemendur sem ekki lærðu ensku í grunnskóla 1.500.000
Fjölbrautaskóli Vesturlands Alla leið: Stuðningur og ráðgjöf f. nemendur með annað móðurmál en íslensku 1.200.000
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Verkfærakassinn og veruleikinn 2.000.000
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Endurskoðun og þróun snyrtifræðibrautar - sett á þrep 1.500.000
Fræðslunet Suðurlands Feti framar 2.000.000
Háskólinn í Reykjavík Skilvirkni tæknimenntunar 2.000.000
Iðan- fræðslusetur Tréskipasmíði - skilgreining á hæfnikröfum og starfslýsingu 500.000
Iðan- fræðslusetur Námsbraut í vín- og barfræðum 2.000.000
Landspítali Framh.nám sjúkraliða á skurðstofum,, speglunardeildum og víðar 2.000.000
Menntaskólinn á Ísafirði Samfélagstúlkun (1 eða 3) 1.600.000
Menntaskólinn í Kópavogi Skrifstofu- og verslunarbraut fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli 2.000.000
Miðstöð sím. á Suðurnesjum Umhverfissmiðja f. útlendinga með áherslu á hagnýta notkun íslensku 2.000.000
Miðstöð sím. á Suðurnesjum Matarsmiðja f. fólk af erlendum uppruna með áherslu á hagnýta notkun íslensku 2.000.000
Miðstöð sím. á Suðurnesjum Íslenska sem undirbúningur fyrir bóklegt nám 1.300.000
Mímir Námskeið og starfsþjálfun fyrir atv.leitendur af pólskum uppruna 3.000.000
Mímir Hönnun, þróun og undirbúningur náms- og starfsþjálfunar fyrir atv.leitendur af pólskum uppruna
Mímir Þjónusta við ferðamenn - námsleið fyrir innflytjendur 2.000.000
NesNet ehf Endurgerð námskrár netagerðar í samræmi við ný lög 1.500.000
Símenntunarmiðstöð Eyjarfjarðar Samstarf skólastiga 1.000.000
Símenntunarmiðstöð Eyjarfjarðar Vinnum á íslensku 600.000
Símenntunarmiðstöð Eyjarfjarðar Einyrkjaskólinn (4. þrep) 1.224.000
Símenntunarmiðstöð Eyjarfjarðar Nám fyrir aðstoðarmenn  1.224.000
Símenntunarmiðstöð Eyjarfjarðar Nám einstaklinga af erlendum uppruna með áherslu á skapandi greinar og menningarlæsi 3.000.000
Símenntunarmiðstöð Eyjarfjarðar Konur og hjáleiðir
Tækniskólinn Diplómanám í vefforritun á 4. þrepi 2.000.000
Verkmenntaskólinn á Akureyri Ný námsúrræði fyrir nemendur af erlendum uppruna 1.760.000
Verkmenntaskólinn á Akureyri Þróun náms til B réttinda vélstjórnar með sveinspróf í vélvirkjun 2.000.000
Verkmenntaskólinn á Akureyri Þróun vélstjórnarnáms til D réttinda og skilin á milli D (4. þrep) og háskólanáms 2.000.000
Verkmenntaskólinn á Akureyri Þróun náms í vefumsýslu og vefumsýslu  2.000.000
Þekkingarnet Þingeyinga Samfélagsfræðsla fyrir íbúa af erlendum uppruna 900.000
                                                                                                                    kr. alls:
69.588.000


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum