Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2013 Matvælaráðuneytið

Benedikt Sigurðsson ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Benedikt Sigurðsson
Benedikt Sigurðsson

Benedikt Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag, 15. ágúst 2013. Benedikt hefur starfað sem sviðsstjóri ytri- og innri samskipta Actavis á Íslandi undanfarin ár og sat einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. 
Hann var áður aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fjölmiðlafulltrúi Kaupþings banka, en lengst af starfaði hann sem fréttmaður á fréttastofu Sjónvarpsins.
Benedikt hefur bakkalárgráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann er í sambúð með Dagnýju Baldvinsdóttur, hjúkrunarfræðingi og starfsmanni Actavis og þau eiga saman þrjú börn.  

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum