Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2013 Matvælaráðuneytið

Lagt til að ákvæði um sektir komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir eitt ár

Eftir að hafa fengið athugasemdir frá hluta af söluaðilum eldsneytis mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggja til að sektarákvæðum laga nr. 40/2013, um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum, verði frestað um eitt ár. Eftir sem áður munu lögin taka gildi um næstu áramót en í þeim er lögð sú skylda á söluaðila eldsneytis hér á landi að minnst 3,5% orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna frá og með árinu 2014. Ári síðar hækkar þessi hlutur í 5%.

Með þessu er verið að taka mið af beiðni um lengri aðlögunartíma til að sigrast á tæknilegu vandamálum sem af íblönduninni kunna að hljótast og reynt að tryggja að einstakir söluaðilar eldsneytis lendi ekki í vandræðum við að uppfylla skilyrði laganna á réttum tíma.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum