Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2013 Utanríkisráðuneytið

Samningalota 4-8. nóvember 2013

Samningalota um aukið frelsi í þjónustuviðskipum (TiSA)  var haldin í Genf dagana 4-8. nóvember 2013. Þetta er þriðja lotan eftir að yfirlýsing þátttökuríkjanna var gefin út í júní sl. um að samningaviðræður væru formlega hafnar.

Til umræðu í lotunni voru megintexti samningsins auk viðauka um hraðpóstþjónustu  (Competitive Delivery Services), flugþjónustu, för þjónustuveitenda, styrki í útflutningi (Export Subsidies), fjármálaþjónustu, alþjóðlega sjóflutninga og fagþjónustu (Professional Services). Auk þess kynntu Ísland og Noregur bakgrunnspappír fyrir viðauka um orkutengda þjónustu.

Í tengslum við lotuna var haldinn upplýsingafundur um stöðu viðræðanna með þeim ríkjum sem sótt hafa um aðild að viðræðunum, þ.e. Kína og Uruguay. Umsóknarríkin kynntu einnig í stuttu máli markmið sín og væntingar um útkomu viðræðanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum