Hoppa yfir valmynd
3. desember 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Öryggi rafrænna auðkenna mikilvægt

Mynd úr auglýsingu fyrir rafræn skilríki: Kona og börn
Mynd úr auglýsingu fyrir rafræn skilríki: Kona og börn

Fjármála- og efnahagsráðuneyti vekur athygli á mikilvægi öryggis rafrænna auðkenna.

Rafræn skilríki veita hæsta öryggi sem í boði er á Íslandi, en það er meðal annars fólgið í því að að notendanöfn og lykilorð eru hvergi geymd miðlægt.

Í nýlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins ADMON (PDF 1 MB)  um mat á öryggi rafrænna auðkenna eru rafræn skilríki öruggasta rafræna auðkenningin sem í boði er hér á landi.

Fullgild rafræn skilríki eru gefin út undir Íslandsrót sem er í eigu ríkisins. Hægt er að nota skilríkin til auðkenningar hjá yfir 120 innlendum þjónustuaðilum og 40 erlendum auk þess er hægt að nota þau til undirritunar skjala. Eru þjónustuveitendur hvattir til þess að vera meðvitaðir um upplýsingaöryggi og með hvaða hætti þeir telja viðunandi að varðveita og veita rafrænan aðgang að persónutengjanlegum gögnum.

Meðal þeirra sem hvatt hafa til aukinnar notkunar rafrænna skilríkja er embætti ríkisskattstjóra. Ríkisskattstjóri hefur bent á að gert sé ráð fyrir að rafræn skilríki verði í auknum mæli notuð til auðkenningar og þar sem við á, einnig til undirritunar. Rafræn skilríki eiga með tímanum að leysa af hólmi drjúgan hluta veflykla sem opinberir aðilar nota.

Fimm ár eru síðan almenn útgáfa á rafrænum skilríkjum hófst og tæp 90% Íslendinga 15 ára og eldri geta nýtt sér þau. Nýlega var farið að gefa skilríkin út í farsíma og fjölmargir þjónustveitendur hafa sýnt þessari lausn aukinn áhuga.

Umfjöllun og upplýsingar um rafræn skilríki:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira