Hoppa yfir valmynd
21. október 2014 Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Síle

Sigurður Ingi Jóhannsson á málþingi í Síle 2014
Sigurður Ingi Jóhannsson á málþingi í Síle 2014

Hinn 20. október 2014, tók Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þátt í málþingi á vegum Universidad Andrés Bello, í Santiago í Síle. Á málþinginu var rætt um fiskveiðistjórn og reynslu Íslendinga og Sílebúa í þeim efnum. Meðal annarra framsögumanna var Raúl Súnico Galdames, sjávarútvegsráðherra Síle. Á málþinginu var undirrituð viljayfirlýsing milli Universidad Andrés Bello og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fyrir hönd íslenskra háskóla, sem hefur að tilgangi að ýta undir samstarf með skólunum á sviði fiskeldis- og fiskveiða, orkunýtingar og ferðaþjónustu. Á meðan á heimsókn ráðherra til Síle stendur mun hann kynna sér sjávarútveg og fiskeldi þar í landi og hitta bæði opinbera aðila og einkaaðila. Þá mun hann einnig kynna sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Síle.

Sigurður Ingi Jóhannsson á málþingi í Síle 2014Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var við upphaf málþingsins, eru (f.v.) Rodrigo Sarquis Said, forstjóri Sonapesca, samtaka sjávarútvegsfyrirtækja, dr. Pedro Uribe J., rektor Universidad Andrés Bello, Sigurður Ingi Jóhannsson og Raúl Súnico Galdames, sjávarútvegsráðherra Síle.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum