Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2015 Utanríkisráðuneytið

Tíu milljónir til Barnahjálpar SÞ vegna flóða í Malawi

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 10 milljónum kr.til mannúðaraðstoðar og rennur féð til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)  sem veitir aðstoð vegna afleiðinga mikilla flóða í Malawi.

Stjórnvöld í Malawi hafa lýst yfir neyðarástandi á flóðasvæðunum sem taka til um þriðjung landsins og biðlað til alþjóðasamfélagsins um aðstoð. Rúmlega 120 þúsund manns eru  á vergangi, þar af mikill meirihluti börn og fjölda fólks er enn leitað. Tjónið í Malawi er mikið, þar sem hús og uppskerur hafa eyðilagst auk þess sem mikilvægar samgönguleiðir hafa rofnað. Mikill skortur er á öllum helstu nauðsynjum, s.s. matvælum, aðgangi að hreinu vatni og skjóli. Þá hafa hundruðir skólabygginga eyðilagst í flóðunum sem hefur áhrif á skólagöngu um 300 þúsund barna. UNICEF í Malawi leggur áherslu á að sinna neyðaraðstoð í landinu á meðan ástandið varir.

Malawi er eitt af samstarfsríkjum Íslands í þróunarsamvinnu, en íslensk stjórnvöld hafa veittt þróunaraðstoð þar í landi frá því árið 1989.  Mangochi hérað, samstarfshérað Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malawi,  er meðal þeirra héraða sem hafa orðið illa fyrir barðinu á flóðunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira