Hoppa yfir valmynd
30. mars 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ársrit 2014 komið út

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út ársrit fyrir 2014 með upplýsingum um helstu viðfangsefni ársins

Mynd-arsrit-2014

Út er komið ársrit mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir 2014 með upplýsingum um helstu viðfangsefni ársins.  Því er ætlað að veita innsýn í þau störf sem unnin voru í ráðuneytinu árið 2014 og mæta óskum um aukin og opnari samskipti stjórnvalda og almennings.

Í inngangi segir Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri m.a.:  „Í ársritinu er sem fyrr einkum greint frá verkefnum sem falla utan reglubundinna verkefna þess. Þau verkefni eru þó ærin og gefur mikill fjöldi verkefna, erinda og mála vísbendingu um það. Málum hefur þó fækkað ár frá ári, meðal annars vegna þeirra áherslubreytinga í starfsemi ráðuneytisins sem fyrr greinir, þ.e. að færa umsýsluverkefni til stofnana svo að ráðuneytið geti frekar einbeitt sér að stefnumótun, vinnu við lagafrumvörp, eftirlit og mat. Vonast er til að ársritið gefi nokkra mynd af því góða starfi sem samstilltur og góður hópur starfsmanna ráðuneytisins innti af hendi á árinu“.

Ársrit mennta- og menningarmálaráðuneytis 2014

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum