Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2015

Hátt í 2000 hugmyndir bárust frá meira en 3000 hugmyndasmiðum víða um land.

Farandbikar-Hofsstadaskoli

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2015 (NKG2015) fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær sunnudaginn 31. maí.  Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson afhenti farandbikara NKG og Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík afhenti aðalverðlaun.

  • Hofsstaðaskóli í Garðabæ, hreppti Farandbikar NKG2015 í flokki stærri skóla sem fyrr. Ágústa Líndal tók á móti bikarnum f.h. Hofsstaðaskóla. 

  • Grunnskóli Hornafjarðar hreppti Farandbikar NKG í flokki smærri skóla. Eygló Illugadóttir, skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar tók á móti bikarnum.

 Farandbikarinn fer til þess skóla sem sendir hlutfallslega inn flestar hugmyndir miðað við höfðatölu nemenda í 5,. 6,. og 7. bekk skólans.

 Veitt eru verðalaun í þremur aldursflokkum: 5., 6. og 7. bekk.

VILJI – hvatningarverðlaun NKG

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI afhenti Ragnari K. Gestssyni verðlaun sem Nýsköpunarkennari grunnskólanemenda 2015.

Allir þátttakendur í úrslitum í NKG2015 fengu verðlaunagrip NKG, merktan eigin nafni á gullplötu, viðurkenningarskjal frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og annað hvort gjafabréf eða peningaverðlaun.

 Vinnusmiðja Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda var haldin 28 - 29. maí í Háskólanum í Reykjavík. Laugardaginn 30. maí mættu sömu hugmyndasmiðir í Arion banka Borgartúni þar sem frumkvöðlar kynntu hugmyndir sýnar „Kribbu orkustykki“ og „Tulipop“ fyrir þátttakendum. Breki Karlsson frá Stofnun um fjármálalæsi fékk þátttakendur til reikna út peningalegt virði sitt í þeim fötum sem þau eru í og þá fylgihluti sem þau eru með. Haraldur Hugoson frá Klak innovit kynnti viðskiptalíkani Canvas. Tilgangur þessa sérsniðna dags var að fá þátttakendur til að tengja virði við hugmyndir sínar, t.d. kostnað við að framleiða og markaðssetja auk þess að kynna mismunandi tekjumódel fyrir hugmyndirnar.

 Um það bil 1975 hugmyndir bárust frá yfir 3000 hugmyndasmiðum víða um land. Hugmyndir þátttakenda í vinnusmiðju eru fjölbreyttar og leysa þarfir og vandamál í daglegu lífi. Þar má nefna töfrabók, lausn fyrir ísskápa, barnabauk, endurvinnanlegt „dross“, blýanta, gorma, yddara, „How do you feel today“ smáforrit (app) og ýmis önnur smáforrit/tölvuleiki auk fleiri skapandi hugmynda.

Tilgangur vinnusmiðju er að hver þátttakandi fái tækifæri til að þjálfa sig í ferlinu frá hugmynd að vöru til verðmæta. Nemendur útfæra hugmyndir sínar með teikningum, smíðum, textíl, forritun, gerð viðskiptamódela og þjálfun framsögu, undir leiðsögn fulltrúa frá NKG, SKEMA, JCI, Einkaleyfastofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Arion banka, Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Á myndinni er Ágústa Líndal nemandi í Hofstaðaskóla ásamt Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra

Verðlaunahafar NKG2015
Verðlaun Verðlaunahafi Bekkur Hugmynd Skóli Staður
Brons Edda Guðrún Arnórsdóttir 7 Uppþvottahanski Þjórsárskóli Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Brons Freyja Margrét Vilhjálmsdóttir 7 Uppþvottahanski Þjórsárskóli Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Silfur Hekla Lind Birgisdóttir 7 The Fridge Vífilsskóli Garðabær
Silfur Viktoría Þóra Jónsdóttir 7 The Fridge Vífilsskóli Garðabær
Gull Auður Aþena Einarsdóttir 7 How do you feel today Seljaskóli Reykjavík
Brons Jón Hjálmar Ingimarsson 6 Plastþjappa Varmahlíðarskóli Varmahlíð
Brons Svend Emil Busk Friðriksson 6 Plastþjappa Varmahlíðarskóli Varmahlíð
Silfur Guðrún Júlíana Sigurðardóttir 6 Clothing Line Grunnskólinn á Hólmavík Hólmavík
Silfur Róbert Máni Newton 6 Clothing Line Grunnskólinn á Hólmavík Hólmavík
Gull Bragi Hrólfsson 6 Endurvinna dross Seljaskóli Reykjavík
Gull Davíð Sigurvinsson 6 Endurvinna dross Seljaskóli Reykjavík
Brons Sonja Ýr Benediktsdóttir 5 Glasabakki með öryggisfestingum Flúðaskóli Flúðir
Silfur Jakob Arnar Þórðarson 5 Headphone skynjari Áslandsskóli Hafnarfjörður
Gull Hermann Þór Þórarinsson 5 Tímon Varmárskóli Mosfellsbær

Bikarhafar NKG2015
  Birkir Snær Ingólfsson 5. bekk Kodda dagbók Grunnskóli Hornafjarðar JCI BIKAR
  Lilja Ósk Atladóttir 7. bekk Strætóvísir Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri Guðrúnarbikar
  Jónas Þórir Þrastarson 6. bekk
Fjarstýrður snjómokstursbíll með sóp Grunnskóli Reyðarfjarðar Tæknibikar Paul

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn