Hoppa yfir valmynd
18. júní 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

CCP flytur á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B Eggertsson borgarstjóri vottuðu samning Háskólans og CCP

CCP og Vísindagarðar

Í dag var undirritaður samningur um flutning starfsemi leikjaframleiðandans CCP í nýbyggingu sem rísa mun á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýri.
Nýbyggingin mun rísa við Sturlugötu og auk nýrrar aðstöðu CCP verður aðstaða fyrir fleiri nýsköpunarfyrirtæki í hinu nýja húsi.
Vísindagarðar Háskóla Íslands ehf. er félag í eigu Háskólans. Félagið var  stofnað til að efla samstarf fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla um nýsköpun og skapa aðstöðu fyrir frumkvöðla. CCP er þekktast fyrir netleikinn EVE Online og rekur starfsemi bæði hér á landi og erlendis.

Sjá nánar á vef Háskóla Íslands

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum