Hoppa yfir valmynd
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Drög að frumvarpi til nýrra laga um fasteignalán birt til umsagnar

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði nefnd hinn 12. janúar 2014 sem falið var að semja frumvarp til nýrra laga um fasteignalán sem tæki mið af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði (fasteignalánatilskipunin).

Í september sl. gaf fjármála- og efnahagsráðuneytið út skýrslu um nýja umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda til til upplýsingar fyrir haghafa. Markmið skýrslunnar var að koma umræðu af stað um bestu framkvæmd við veitingu fasteignalána sem nýtast myndi við gerð nýrrar innlendrar umgjarðar þar um. Skýrslan fjallar m.a. um inntak  fasteignalánatilskipunarinnar, samspil hennar við endurskoðun annarrar löggjafar á sviði fjármálamarkaða og aðgerðir stjórnvalda er varða húsnæðismarkaðinn.

Nefndin hefur unnið drög að frumvarpi til nýrra laga um fasteignalán sem óskað er umsagna um. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á nk. haustþingi og miðast gildistaka þess við 21. mars 2016. 

Helstu breytingar frá gildandi rétti eru eftirfarandi:

 1. Gerðar eru almennar kröfur um starfskjör starfsmanna lánveitenda og lánamiðlara og sértækar kröfur um starfskjör starfsfólks lánveitenda sem framkvæmda lánshæfis- og greiðslumat. 
 2. Gerðar eru kröfur um hæfni og þekkingu starfsfólks lánveitenda og lánamiðlara.
 3. Kveðið er á um að óheimilt sé að binda samning um fasteignalán eða lánstilboð því skilyrði að neytandi geri samning um kaup á annarri aðgreindri fjármálaafurð eða fjármálaþjónustu.
 4. Lögð aukin áhersla á þær útskýringar sem neytandi á rétt á fyrir lánveitingu. 
 5. Fjallað er sérstaklega um hvernig lánaráðgjöf skuli fara fram og skýrar skilið á milli lánaráðgjafar og lánveitingar en áður hefur verið gert. 
 6. Gerð er krafa um að lánamiðlarar skrái sig hjá Fjármálaeftirlitinu áður en þeim er heimilt að veita þjónustu. Jafnframt er þeim gert skylt að eiga aðild að úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. 
 7. Ákveði lánveitanda að veita lán þrátt fyrir neikvætt greiðslumat skal hann útskýra þá ákvörðun fyrir neytanda og skjalfesta rökstuðning*. 
 8. Lagt er til að að Fjármálaeftirlitinu verði veitt heimild, innan ákveðins ramma, til að setja reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda að fengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. 
 9. Lagt er til að hámarki uppgreiðslugjalds verði breytt til að stuðla að auknu framboði lána með föstum vöxtum. 

*Rétt þykir að árétta að lánveitendum er í dag heimilt skv. 2. máls. 3. mgr. 10. gr. laga um neytendalán að veita fasteignalán þrátt fyrir neikvæða niðurstöðu greiðslumats. 

Gerður er fyrirvari um breytingar á ákvæðum frumvarpsins um:

 • lán í erlendum gjaldmiðlum. Sérákvæði þar um voru rædd á yfirstandandi löggjafarþingi, mál nr. 561, en ekki samþykkt og eru þau enn í vinnslu.
 • önnur atriði sem enn eru til umræðu á vettvangi sérfræðingahóps EES-ríkja um innleiðingu fasteignalánatilskipunarinnar (GEGMC), sér í lagi um greiðslur fyrir gjalddaga og eftirlit. 
 • viðurlög, í samræmi við nýsamþykkt lög um breytingar á lagaákvæðum um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl. (mál nr. 622).

Umsagnarfrestur er til og með 21. ágúst nk.

Umsagnir og athugasemdir skulu berast til formanns nefndarinnar: [email protected]

Bakgrunnsgögn:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira