Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

54 hælisleitendur hafa fengið vernd á árinu

Í tilefni af sívaxandi fjölda umsókna um hæli hér á landi og umræðu um málefni flóttamanna vill ráðuneytið upplýsa um þróun mála, þar á meðal um fjölda umsókna, upprunaríki umsækjenda, hlutfall veitinga og fjöldaspár fyrir árið. Upplýsingar frá Útlendingastofnun sýna að árið í ár verður metár hvað fjölda umsókna varðar, en nú um miðjan september hafa 196 manns sótt um hæli. Á sama tímabili í fyrra sóttu 104 um hæli en samtals sóttu 176 manns um hæli það ár. Fjölgunin milli ára miðað við 17. september nemur 88,5%. 

Það sem af er ári hafa 54 einstaklingar fengið vernd á Íslandi og 40% þeirra mála sem fóru í efnismeðferð enduðu með vernd. Þróun umsókna síðustu ára og spá um fjölda umsókna í ár má sjá á myndinni hér að neðan.

 

Myndin hér að neðan sýnir fjölda umsókna á árinu eftir upprunaríki umsækjenda:

1. Albanía – 66 (34%)
2. Sýrland – 23 (12%)
3. Makedónía – 9 (4%)
4. Íran – 9 (5%)
5. Kósóvó – 8 (4%)
Umsækjendur frá öðrum ríkjum eru 81.

Niðurstöður mála hjá Útlendingastofnun

Súluritið hér að neðan sýnir niðurstöður mála hjá Útlendingastofnun frá árinu 2009 til dagsins í dag. Rétt er að geta þess að óhemjumikill fjöldi umsækjanda frá Albaníu og Króatíu hefur veruleg áhrif á fjölda synjana árið 2013. Mikill fjöldi umsækjenda frá Albaníu árið 2015 er ekki enn farinn að hafa teljandi áhrif.

Heildarfjöldi ákvarðana á ári var sem hér segir:

2009: 35 2010: 34 2011: 47 2012: 59 2013: 181 2014: 131 2015: 167

*Ekki var haldið utan um þær ákvarðanir þar sem umsækjandi hafði þegar fengið vernd fyrr en árið 2015. Fram að því flokkuðust þær ýmist með Dublin-málum eða synjunum, eftir atvikum málanna.

Fjöldi og hlutfall umsækjenda sem fá vernd

Grafið hér að neðan sýnir fjölda einstaklinga sem hlotið hafa vernd (hlutfall veitingar) á ári hverju og hlutfall miðað við fjölda umsókna – bæði af efnis- og Dublinákvörðunum. Fjöldi ákvarðana í málum Króata og Albana árið 2013 hefur, eins og áður er nefnt, veruleg áhrif á tölfræði ársins 2013.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira