Velferðarráðuneytið

Endurgreiðslur á umtalsverðum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett reglugerð um hækkun viðmiðunarfjárhæða vegna endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun. Hækkanirnar eru til samræmis við hækkun bóta vegna félagslegrar aðstoðar og almannatrygginga.

Bætur vegna félagslegrar aðstoðar og almannatrygginga hækkuðu um 3,6% 1. janúar 2014 og um 3% 1. janúar 2015, eða samtals um 6,6%. Viðmiðunarfjárhæðir sem kveðið er á um í nýbirtri reglugerð hækka þó meira en þessu nemur því auk 6,6% hækkunar eru viðmiðunarfjárhæðir reglugerðarinnar samræmdar þeim tekjuviðmiðum sem gilda um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg. Frádráttur vegna hvers barns er hækkaður úr 435.000 kr. í 465.000 kr.

Reglugerð um framangreindar breytingar tekur gildi 1. október 2015 og gildir um kostnað sem fellur til frá þeim tíma..

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn