Hoppa yfir valmynd
19. október 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál rædd við Frakklandsforseta

Frá fundi Hollande og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, var meðal ráðherra sem sat fund François Hollande, forseta Frakklands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sl. föstudag í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna sem fram fór í Hörpu um helgina. 

Á fundinum var m.a. rætt um loftslagsmál, jarðhitasamstarf, málefni norðurslóða og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður haldin í París síðar á árinu. Auk framangreindra sátu fundinn Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ségolène Royal, ráðherra umhverfis- og orkumála í Frakklandi.

'' Frá kvöldverði á Bessastöðum Ljósmynd:Gunnar Geir Vigfússon.

Síðar sama dag sátu ráðherrarnir kvöldverð í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum.  

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum