Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2015 Matvælaráðuneytið

Menningarlandið 2015: Málþing um tölfræði menningar og skapandi greina

Menningarlandið Ísland 2015
Menningarlandið Ísland 2015
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti ásamt mennta- og menningarmálaráðuneyti standa fyrir málþingi um tölfræði menningar og skapandi greina miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 11 og 15 í Gamla Bíói. Málþingið er skipulagt í samstarfi við Reykjavíkurborg, Samtök skapandi greina, Hagstofu Íslands, Listaháskóla Íslands og Íslandsstofu.  
Aðalfyrirlesari málþingsins er Dr. Tom Fleming sem er einn fremsti ráðgjafi á sviði skapandi greina í Evrópu í dag. Einnig munu Böðvar Þórisson frá Hagstofu Íslands og Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir frá Rannsóknarmiðstöð skapandi greina flytja erindi. 
Um er að ræða þátttökumálþing þar sem þátttakendur munu taka fyrir spurningar tengdar tölfræði menningar og skapandi greina í sinni víðustu mynd. Gert er ráð fyrir um 150 þátttakendum og starfað verður í 14 hópum og þremur umferðum.  
Málþingið hefst á fyrirlestrum og hefjast störf vinnuhópa að loknum hádegisverði. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, mun opna málþingið.
Nánari upplýsingar veitir Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnastjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, sími 5459500.

Dagskrá

10.00 – 11.00    Skráning 

11:00 – 12:30    Fyrirlestrar

Böðvar Þórisson, Hagstofa Íslands

  • Kynning á stöðu tölfræði menningar og skapandi greina á Íslandi
  • Hver er stefnan í þessum málum, m.a. hvað varðar söfnun og aðgengi að gögnum?

Margrét Sigrún Sigurðardóttir, Rannsóknarmiðstöð skapandi greina

  • Kynning á nýrri rannsókn á vinnumarkaði skapandi greina sem gerð var fyrir Reykjavíkurborg 

Tom Fleming, Creative Consultancy

  • Kynning á stöðu tölfræði menningar og skapandi greina í löndunum í kringum okkur
  • Farið yfir helstu álitaefni og áskoranir í tölfræði menningar og skapandi greina


12.30 – 13.30      Hádegismatur

13.30 – 15.00      Vinnuhópar 

15.00 – 17.00      Hugarflug og spjall fyrir þá sem hafa áhuga, í Petersen svítunni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum