Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið, Velferðarráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Vinnufundur þriggja ráðuneyta um aðgerðir gegn ofbeldi

Frá vinnufundi um aðgerðir gegn ofbeldi. - mynd
Innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti stóðu í dag fyrir vinnufundi í Reykjavík um landssamráð um aðgerðir gegn ofbeldi. Stýrihópur um aðgerðir gegn ofbeldi skipulagði fundinn og sátu hann nærri 100 manns.

Markmið vinnufundarins var að fá þátttakendur til að sameina þekkingu sína og krafta og leggja með því grunn að aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Umræðuefni voru tekin fyrir í vinnuhópum og voru umræðuefnin: Vakning – forvarnir og fræðsla; valdefling – samstarf og samhæfing og í þriðja lagi viðbrögð – verklag og málsmeðferð. Vinnuhóparnir fjölluðu allir um öll þrjú umræðuefnin og í lok fundarins fluttu skýrslugjafar samantektir frá umræðunum. Í framhaldi af fundinum mun stýrihópur vinna úr niðurstöðunum.

Frá vinnufundi um aðgerðir gegn ofbeldi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira