Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Stjórn Rannsóknasjóðs 2016-2019 skipuð

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í dag stjórn Rannsóknarsjóðs, sbr. 4. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í dag stjórn Rannsóknarsjóðs, sbr. 4. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Skipunartími stjórnarinnar er til 22. febrúar 2019 og er hún skipuð sem hér segir.

  • Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, formaður, varamaður: Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands,
  • Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, varaformaður, varamaður: Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands,
  • Freygarður Þorsteinsson, Össuri hf., varamaður: Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Háskóla Íslands,
  • Þóra Steingrímsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, varamaður: Stefán B. Sigurðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.
  • Steinunn Gestsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, varamaður: Karl Konráð Andersen, prófessor við Háskóla Íslands.

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Stjórn Rannsóknasjóðs fer jafnframt með stjórn Innviðasjóðs.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn