Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Úttekt á geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga

Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga - forsíða skýrslunnar
Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga - forsíða skýrslunnar

Ríkisendurskoðun hefur birt nýja skýrslu til Alþingis með úttekt á geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga sem veitt er á öðru og þriðja þjónustustigi. Stofnunin beinir tveimur ábendingum til velferðarráðuneytisins sem lúta að skipulagi þjónustunnar og þörf fyrir hlutlæg viðmið um bið eftir þjónustu.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að úttekt á geiðheilbrigðismálum unglinga hafi verið meðal skilgreindra verkefna á starfsáætlun stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2015. að lokinni forkönnun hafi verið ákveðið að kanna hvort annmarkar væru á skipulagi þessara mála sem hefðu neikvæð áhrif á hagkvæmni, skilvirkni og árangur einstakra þjónustuaðila. Fram kemur að úttektin hafi verið afmörkuð við ítar- og sérþjónustu, þ.e. annað og þriðja þjónustustig.

Fram kemur að Ríkisendurskoðun hafi kannað starfsemi helstu þjónustuaðila og leitast við það með úttekt sinni að svara því annars vegar hvort veikleikar séu á skipulagi annars- og þriðja stigs hegðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga sem halmi viðunandi árangri og hins vegar hver sé kostnaður ríkissjóðs vegna alvarlegs geðheilsuvanda barna og unglinga.

Ríkisendurskoðun beinir tveimur ábendingum til velferðarráðuneytisins. Í fyrsta lagi þurfi að skýra skipulag og forsendur geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á öðru og þriðja þjónustustigi. Stjórnvöld þurfi að meta þjónustuþörf barna og unglinga sem glíma við alvarlegan geðheilsuvanda og hvernig best verði brugðist við þeirri þörf á heildstæðan hátt og segir stofnunin að það mat og sú áætlanagerð krefjist samráðs við þá aðila sem veita þjónustuna. Í öðru lagi þurfi að innleiða hlutlæg viðmið um biðtíma barna og unglinga sem þarfnist þjónustu vegna geðheilsuvanda og þurfi þau viðmið að ná til einstakra aðila heilbrigðisþjónustunnar og þeirra sem koma börnum og unglingum til aðstoðar innan annarra þjónustukerfa. Ríkisendurskoðun bendir á að mikilvægt sé að unnið sé að þessu marki í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélögin.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum