Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Yfir 300 manns í þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögum

Alls eru nú 344 hælisleitendur í þjónustu hjá Útlendingastofnun eða sveitarfélögum, samkvæmt samningi við þau. Flestir eru hjá Reykjavíkurborg eða 90, 89 hjá Reykjanesbæ og 14 hjá Hafnarfjarðarbæ. Hjá Útlendingstofnun er 151 hælisleitandi í þjónustu.

Alls eru nú 344 hælisleitendur, börn og fullorðnir, í þjónustu hjá Útlendingastofnun eða sveitarfélögum, samkvæmt samningi við þau. Flestir eru hjá Reykjavíkurborg eða 90 manns, 89 hjá Reykjanesbæ og 14 hjá Hafnarfjarðarbæ. Hjá Útlendingstofnun er 151 hælisleitandi í þjónustu.

Hér að neðan má sjá skjal með upplýsingum sem unnar hafa verið eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun. Þar kemur meðal annars fram að Evrópuríki hafa nánast aldrei veitt albönskum hælisleitendum alþjóðlega vernd og í fáum tilvikum umsækjendum frá Kósóvó. Sýrlenskir hælisleitendur og einstaklingar frá Írak sem leita hælis í Evrópu fengu hins vegar alþjóðlega vernd í 75-80% tilvika á síðari hluta ársins 2015.

Haelisleitendur-i-Evropurikjum
Sjá tölfræði á vef Útlendingastofnunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira