Hoppa yfir valmynd
1. mars 2016 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir ráðstefnu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að  veita 500 þúsund krónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja ráðstefnuna „Enginn er eyland  – staða og framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna“.

AkureyrarAkademían og Háskólinn á Akureyri hyggjast efna til viðamikillar ráðstefnu á næstunni um stöðu og framtíð Íslendinga í samfélagi þjóðanna. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneytið en tilefnið er koma sýrlenskra flóttamanna til Akureyrar á næstu misserum. Ráðstefnunni er ætlað að vera vettvangur umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Fjallað verður um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna á breiðum grunni og áhersla lögð á að kalla fram ólík viðhorf fræðimanna, embættismanna og félagasamtaka. 

Fjallað verður um málefni á borð við hjálparstörf og mannúðarmál, Ísland og Norðurslóðir, Ísland í alþjóðasamstarfi, ímynd Íslands á alþjóðavettvangi, Ísland og alþjóðaviðskipti, varnar- og öryggismál og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum