Hoppa yfir valmynd
6. júní 2016 Dómsmálaráðuneytið

Mörk kjördæmanna í Reykjavík þau sömu og við síðustu alþingiskosningar

Landskjörstjórn hefur ákveðið að fylgt skuli við kjörið auglýsingu nr. 282/2013, sem fjallar um mörk kjördæmanna tveggja í Reykjavík við alþingiskosningarnar 27. apríl 2013. Fyrirmæli hennar gilda einnig um hvar mörkin skuli vera í hverjum mánuði, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, en þau ráða því hvar þeir greiða atkvæði sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík en búa erlendis eða eru skráðir óstaðsettir í hús í Reykjavík. Samkvæmt því greiða þeir sem tilheyra þessum hópum og eru fæddir 1. til 15. hvers mánaðar atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en þeir sem eru fæddir 16. dag mánaðar eða síðar í Reykjavíkurkjördæmi norður.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum