Hoppa yfir valmynd
7. júní 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýr sjóður til að efla íslenska tónlist

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað í stjórn nýstofnaðs hljóðritasjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í íslenskri tónlist og efla hljóðritagerð.

Hljóðritasjóður er nýr sjóður sem stofnaður hefur verið til að stuðla að nýsköpun í íslenskri tónlist og efla hljóðritagerð. Úr sjóðnum verða veittir styrkir til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar. Veittir verða styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni. Styrkir úr hljóðritasjóði verða veittir til ákveðinna verkefna og ekki lengur en til eins árs í senn. Á fjárlögum 2016 er 35 milljónum kr. veitt til hljóðritunarsjóðs tónlistar.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað í stjórn sjóðsins, sbr. ákvæði 2. gr. reglna um hljóðritasjóð dags. 1. apríl 2016. Skipunartímabil er frá 1. júní 2016 til 31. maí 2019. Hlutverk stjórnarinnar er að gera tillögur til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt þeim reglum sem um sjóðinn gilda.

Stjórnin er þannig skipuð:

Aðalmenn:

Ólöf Arnalds formaður, skipuð án tilnefningar,

Eiður Arnarsson varaformaður, skipaður samkvæmt tilnefningu Samtóns,

Margrét Kristín Sigurðardóttir, skipuð samkvæmt tilnefningu Samtóns.

Varamenn:

Ragnhildur Gísladóttir, skipuð án tilnefningar.

Jóhann Ágúst Jóhannsson skipaður samkvæmt tilnefningu Samtóns. Varamaður Eiðs Arnarssonar.

Kjartan Ólafsson skipaður samkvæmt tilnefningu Samtóns. Varamaður Margrétar Kristínar Sigurðardóttur.

Mynd: Magnus Fröderberg/norden.org

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum