Velferðarráðuneytið

Styrkveitingar úr þróunarsjóði innflytjendamála

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur úthlutað 9,5 milljónir króna í styrki úr þróunarsjóði innflytjenda. Hlutverk sjóðsins er að styðja og styrkja nýsköpunarverkefni sem tengjast málefnum innflytjenda, styðja við áherslur stjórnvalda og stuðla að framkvæmd verkefna sem tilgreind eru í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda.

Þetta er í níunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum frá því hann var stofnaður árið 2007. Frá þeim tíma hafa styrkir verið veittir til meira en 100 þróunarverkefna og rannsókna.

Við úthlutun styrkja að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á þróunarverkefni og rannsóknir þar sem áhersla er lögð á að virkja þann mannauð sem býr með innflytjendum með því að stuðla að aukinni þátttöku þeirra og sýnileika í samfélaginu.

Alls bárust 44 umsóknir í sjóðinn til margvíslegra verkefna. Þrettán þeirra hlutu styrk, samtals 9,503.000 króna; þrjár rannsóknir og tíu þróunarverkefni.

Eftirfarandi eru upplýsingar um heiti verkefnanna sem hlutu styrk, styrkþega og styrkjfjárhæðir:

Grunnskólanemar af erlendum uppruna á Íslandi: Staða og framtíðarsýn
Styrkþegi
: Anna Katarzyna Wozniczka
Styrkur: 400.000 kr.

Tungumálaleikhús fyrir börn og ungmenni
Styrkþegi
: Stofnun Vigdísar Finnbogasdóttur
Styrkur: 728.000 kr.

Þróun kennsluefnis á vef fyrir persnesku-mælandi á Íslandi
Styrkþegi
: Fatima Hossani
Styrkur: 300.000 kr.

LAP- Virkt tvítyngi grunnur að betri líðan og þátttöku barna og fjölskyldna í fjölmenningarsamfélagi
Styrkþegi
: Leikskólinn Krílakot
Styrkur: 700.000 kr.

Læsi - allra mál, stutt fræðslumyndbönd
Styrkþegi:
Þjónustumiðsstöð Breiðholts
Styrkur: 1.000.000 kr.

Brýr á milli kennara nemenda með annað móðurmál en íslensku - fræðsla um móðurmálskennslu
Styrkþegi
: Móðurmál – Samtök um tvítyngi
Styrkur: 750.000 kr.

Immigrants in education: a new challenge. Parents and educators perspectives in Akureyri
Styrkþegi
: Markus Merkel/rannsókn
Styrkur: 750.000 kr.

Lögreglan í fjölbreyttu samfélagi
Styrkþegi
: Lögreglan á höfuðborgasvæðinu
Styrkur: 1.000.000 kr.

Sterkari saman - að fóta sig í nýju samfélagi
Styrkþegi
: Félagsráðgjafadeildi, Lagadeild, Orators, Menotrs og Stúdentaráð
Styrk: 350.000 kr.

Mitt samfélag- mitt líf
Styrkþegi
: Þjónustumiðstöð Breiðholts
Styrkur: 1.000.000 kr.

Empowering Young immigrants in Iceland
Styrkþegi
: Landssamband æskulýðsfélaga
Styrkur: 525.000 kr.

Nýtt fólk - Nýjar hugmyndir - nýr rekstur
Styrkþegi
: Intercultural Iceland
Styrkur: 1.000.000 kr.

Afdrif kólumbískra flóttamanna á vinnumarkaði
Styrkþegi:
Gerður Gestsdóttir
Styrkur: 1.000.000 kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn