Hoppa yfir valmynd
23. júní 2016 Matvælaráðuneytið

Opinber heimsókn hr. Zhi Shuping gæðamálaráðherra Kína

Undirskrift hr. Zhi Shuping og Gunnar Bragi Sveinsson
Undirskrift hr. Zhi Shuping og Gunnar Bragi Sveinsson

Á fundi sínum í gær undirrituðu Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Zhi Shuping ráðherra gæðamála í Kína samning þar sem fram kemur að tilteknar fiskafurðir og lifandi hross uppfylli heilbrigðiskröfur kínverskra stjórnvalda. Samningurinn tók gildi við undirritun og því ekkert til fyrirstöðu að hefja útflutning á grundvelli hans innan tíðar. Jafnframt var upplýst að í farvatninu væri samskonar samningur fyrir fiskimjöl og lýsi. Samningurinn markar þáttaskil þar sem þetta er fyrsti samningurinn á þessu sviði sem undirritaður er frá því að ríkin gerðu með sér fríverslunarsamning sem tók gildi 1. júlí 2014. Í þeim samningi var samið um gagnkvæma niðurfellingu tolla á flestum vörum í viðskiptum landanna.

Viðskiptasamband landanna hefur verið mjög gott í gegnum árin og á þessu ári fögnum við að það eru 45 ár frá því að Ísland og Kína tóku upp stjórnmálasamband. Ég er ánægður með að vera skrifa undir í dag samning um heilbrigðismál, enda er það mikilvægt skref til að tryggja það að fríverslunarsamningurinn milli landanna á sviði sjávarútvegi og landbúnaði sé öruggur og til ábata fyrir báða aðila. " sagði Gunnar Bragi Sveinsson við þetta tilefni.

Sendinefnd Kína og Íslands júní 2016

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum