Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lögreglunám á háskólastigi

Ríkiskaup, fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis, óska eftir hæfum aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um lögreglunám á háskólastigi.

Ekki er um formlegt útboð að ræða, heldur opinn og gegnsæjan feril skv. 14. gr. og 40. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007. Bjóðandi/bjóðendur skulu hafa að lágmarki 10 ára reynslu við rekstur háskóla og viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra skv. lögum um háskóla nr 63/2006 og reglum um viðurkenningu háskóla nr. 1067/2006 til kennslu á eftirgreindum undirflokkum félagsvísinda hið minnsta, sálfræði og lögfræði. Mögulegt er að fleiri en einn aðili með viðurkenningu skv. ofangreindum lögum um háskóla bjóði saman í verkið.

Sjá nánar hér á vefsíðu Ríkiskaupa.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum