Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2016 Matvælaráðuneytið

Heimsókn hr. Marek Gróbarczyk sjávarútvegsráðherra Póllands

Undirskrift hr. Marek Gróbarczyk og Gunnar Bragi Sveinsson
Undirskrift hr. Marek Gróbarczyk og Gunnar Bragi Sveinsson

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundaði í gær með Marek Gróbarczyk ráðherra sjávarútvegsmála Póllands. Ræddu þeir meðal annars samstarf ríkjanna á sviði sjávarútvegs. Þá ræddu þeir einnig möguleika á frekari viðskiptum á milli landanna og samstarf á sviði skipasmíða.

Eftir fundinn undirrituðu svo ráðherrarnir viljayfirlýsingu um aukið samstarf á milli þjóðanna. Í þvi felst að efla viðskiptasamband þjóðanna á vettvangi sjávarútvegs, fiskeldis og líftækni og gagnkvæmur vilji aðila að auka samskipti milli ríkjanna til ábata fyrir báða aðila sérstaklega í tengslum við rannsóknir og þróun auk þess að styðja við samstarf háskólastofnanna í báðum löndum.

Í tilefni af heimsókn sinni heimsótti pólski ráðherrann ýmis íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi bæði á Akureyri og í Reykjavík. Jafnframt átti hann fund með hagsmunasamtökum í sjávarútvegi. Á morgun mun hann svo heimsækja Karmelsystur í Hafnarfirði áður en hann heldur af landi brott.

Gunnar Bragi sagði það sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir ofangreinda viljayfirlýsingu milli Íslands og Póllands á vettvangi sjávarútvegs og segir slíka yfirlýsingu í samræmi við niðurstöðu fyrri fundar hans með pólska varaforsætisráðherranum fyrir rúmum tveimur árum þar sem sérstaklega var rædd aukin samvinna milli landanna þar sem sérþekking Íslands gæti orðið Pólvejrum að liði.

Marek Gróbarczyk og Gunnar Bragi Sveinsson og fylgdarliðMarek Gróbarczyk og Gunnar Bragi Sveinsson og fylgdarlið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum