Hoppa yfir valmynd
26. júlí 2016 Matvælaráðuneytið

Ertu með tillögu í Byggðaáætlun 2017-2023

Ísland
Ísland

Markviss vinna við nýja byggðaáætlun sem mun gilda fyrir árin 2017-2023 hefur staðið yfir undanfarna mánuði og hefur mikil áhersla verið lögð á samráð og samtal við sveitarfélög og einstaklinga um allt land. Nú gefst öllum kostur á að koma með tillögur í byggðaáætlunina.  

Tillögurnar sem berast verða lagðar fyrir verkefnisstjórn byggðaáætlunar og tekur hún afstöðu til þeirra.

Á heimasíðu Byggðastofnunar er jafnframt að finna upplýsingar um áætlunarvinnuna, fyrri byggðaáætlanir og sóknaráætlanir landshluta.

Í haust verður haldið Byggðaþing þar sem drög að nýrri byggðaáætlun verða rædd. Tillaga að nýrri byggðaáætlun á að liggja fyrir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 1. nóvember. Ráðherra byggðamála leggur þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun 2017-2023 fyrir Alþingi. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum