Hoppa yfir valmynd
29. júlí 2016 Matvælaráðuneytið

EFTA dómstóllinn átelur drátt á endurheimt ríkisaðstoðar

EFTA dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að íslenska ríkið hafi ekki endurheimt innan tilskilins tímafrests ríkisaðstoð við fimm fyrirtæki sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) taldi að gengju gegn EES samningnum.

Íslensk stjórnvöld hafa unnið að lausn málsins á undanförnum mánuðum í samráði við umrædd fyrirtæki. Stefnt er að því að öllum fimm málunum verði lokið á allra næstu vikum.

Um er að ræða ríkisaðstoð sem byggir á fjárfestingasamningum og er staða mála eftirfarandi:

Samningar við Kísilfélagið og Thorsil komust aldrei til framkvæmda og því voru aldrei veittir styrkir á grundvelli þeirra.

Máli vegna Verne er lokið og samkomulag hefur náðst í tilviki Becromal.

Samkomulag um endurheimtu á styrkjum til GMR Endurvinnslu er á lokastigum. 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum