Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2016 Matvælaráðuneytið

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á stærstu saltfiskhátíð í Portúgal

Saltfiskhátíð Ilhavo - mynd

Portúgalir eru sú þjóð í heiminum sem borðar mest af saltfiski og föstudaginn 19. ágúst verður sérstakur Íslandsdagur á saltfiskhátíðinni í borginni Ilhavo. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sækir hátíðina ásamt Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra Íslands gagnvart Portúgal, Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra í Grindavík og fulltrúum fjölmargra íslenskra fyrirtækja.

Íslandi er boðin þátttaka í hátíðinni á grundvelli vinabæjartengsla Ilhavo og Grindavíkur. Auk kynningar á íslenskum saltfiski verður lögð áhersla á að kynna nýsköpun í íslensku atvinnulífi, íslenska menningu og Ísland sem áfangastað ferðamanna.

Frá árinu 2013 hefur verið í gangi sérstakt markaðsverkefni undir forystu Íslandsstofu sem gengur út á að kynna saltaðar þorskafurðir á Spáni, Portúgal og Ítalíu undir slagorðinu „Prófaðu og deildu leyndarmáli íslenska þorsksins“. Saltfiskhátíðin í Ilhavo í Portúgal er sú stærsta sinnar tegundar þar í landi. Búist er við rúmlega 200.000 gestum á hátíðina þá fimm daga sem hún stendur yfir, frá 17.-21. ágúst nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum