Hoppa yfir valmynd
7. september 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Grænt bókhald birt á vef

Lykiltölur í grænu bókhaldi ráðuneytisins eru nú birtar á vef þess. - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur frá árinu 2011 haldið sk. grænt bókhald þar sem fram koma upplýsingar um hvernig innkaupum á margvíslegri rekstrarvöru og þjónustu er háttað, aðallega í formi tölulegra upplýsinga. Nú hefur ráðuneytið birt lykiltölur í grænu bókhaldi sínu, hér á vef ráðuneytisins.

Með markvissri færslu græns bókhalds geta stofnanir gert sér grein fyrir keyptu magni og eðli innkaupa á vöru eða orku og þannig sett sér mælanleg markmið um hagræðingu eða að draga úr notkun til að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi sinnar.

Lykiltölur í grænu bókhaldi umhverfis- og auðlindaráðuneytis

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum