Hoppa yfir valmynd
19. september 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ný hjúkrunarrými í Boðaþingi

Að lokinni undirritun - mynd

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs, undirrituðu síðastliðinn föstudag samkomulag um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Það mun rísa á lóð Kópavogsbæjar í Boðaþingi og verður tengt við byggingu með 44 hjúkrunarrýmum sem fyrir er á lóðinni. Stefnt er að því að taka heimilið í notkun á seinni hluta árs 2018.

Heildarkostnaður við hjúkrunarheimilið er áætlaður 1.430 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að 85% greiðist af velferðarráðuneytinu og 15% af Kópavogsbæ. Til viðbótar þessum kostnaði fellur til kostnaður við kaup á búnaði og greiðist hann í sömu hlutföllum og byggingin.

Skipaður verður fjögurra manna starfshópur með fulltrúum heilbrigðisráðherra og Kópavogsbæjar. Fyrsta verkefni þess hóps verður að vinna áætlun um fullnaðarhönnun hjúkunarheimilisins í samræmi við lög um um skipan opinberra framkvæmda. Þegar fullnaðarhönnun liggur fyrir skal leitað heimildar til verklegra framkvæmda hjá samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir.

Miðað er við að framkvæmdir hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2017 og að taka megi heimilið í notkun á þriðja ársfjórðungi 2018.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum