Hoppa yfir valmynd
20. september 2016 Dómsmálaráðuneytið

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur hafist miðvikudaginn 21. september

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á eftirfarandi stöðum:

Hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Þá getur sýslumaður einnig ákveðið að atkvæðagreiðsla á aðsetri embættis fari fram á sérstökum stað utan aðalskrifstofu svo og að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stað í umdæmi hans. Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar er hægt að nálgast á vefsíðu sýslumanna .

Erlendis, á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla geti farið fram erlendis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum