Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Ráðgjöf fyrir flóttafólk í atvinnuleit

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun hóf í byrjun árs að bjóða upp á markvissa þjónustu og ráðgjöf við flóttafólk í atvinnuleit. Er það gert vegna verulegrar fjölgunar flóttafólks sem fengið hefur stöðu sína viðurkennda eftir hælisleit hér á landi. Stofnunin leggur megináherslu á að útvega flóttamönnum starf strax en styðja einstaklingana áfram við aðlögun að samfélaginu.

Ýmis atvinnutengd úrræði standa fólkinu til boða og má þar til dæmis nefna íslenskunámskeið, styrki til meiraprófs og starfstengd vinnumarkaðsúrræði. Vinnumálasstofnun auglýsti um síðustu áramót eftir fyrirtækjum sem væru reiðubúin að ráða til sín flóttafólk og höfðu tíu fyrirtæki samband við Vinnumálstofnun í kjölfar auglýsingarinnar. Vinnumálastofnun hefur einnig gefið út kynningarefni sem ætlað er fyrirtækjum sem vilja ráða flóttafólk til starfa. Um er að ræða gátlista og leiðsögn um móttöku nýrra starfsmanna á vinnustað sem eru með flóttamannabakgrunn.

Eins og áður segir hafa 69 einstaklingar nýtt sér úrræði Vinnumálastofnunar frá því um áramót og eru þar af 45 manns eða 65% í fullu starfi. Hluti af þeim hópi hefur fengið vinnu hjá fyrirtækjum sem brugðust sérstaklega við auglýsingu um störf fyrir flóttafólk. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks með margvíslegan bakgrunn og menntun. Flóttafólkið sem sótt hefur ráðgjöf og úrræði hjá Vinnumálastofnun kemur frá nítján þjóðlöndum en Sýrlendingar eru fjölmennastir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira