Hoppa yfir valmynd
5. október 2016 Matvælaráðuneytið

"MINDING THE FUTURE" - Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið

NordBioUm þessar mundir er að ljúka þriggja ára áætlun um norræna lífhagkerfið (NordBio) sem hófst árið 2014 þegar Ísland tók við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Í tilefni af því stendur nú yfir í Hörpu (5. og 6. október) alþjóðlega ráðstefnan „Minding the future“ þar sem kastljósinu er beint að lífhagkerfinu og þeim möguleikum sem í því felast.

Norræna lífhagkerfið er forgangsverkefni í formenskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. NordBio leiðir saman breiðan hóp sérfræðinga á Norðurlöndum sem leggja saman krafta sína og vinna að verkefnum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda. Markmið NordBio er að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda í því skyni að draga úr sóun og efla nýsköpun, grænt atvinnulíf og byggðaþróun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum