Hoppa yfir valmynd
26. október 2016 Matvælaráðuneytið

Kosning nýs stjórnarmanns í Matís

Á aðalfundi Matís ohf. 18. október sl. var kosin ný stjórn fyrir stofnunina. Í kjölfar fundarins tilkynnti einn þeirra sem kjörinn var í stjórn að hann myndi ekki taka kjöri. Viðkomandi var skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem taldi sig hafa vilyrði hans, en það reyndist á misskilningi byggt.

Í framhaldi af þessu hefur ráðherra óskað eftir því að stjórn Matís kalli saman hluthafafund við fyrsta tækifæri þar sem kosning þeirra sex stjórnarmanna sem kosnir voru á aðalfundinum verður staðfest og jafnframt kosinn einn nýr stjórnarmaður. Hefur ráðherra gert tillögu um að það verði Sjöfn Sigurgísladóttir doktor í matvælafræði. Sjöfn var forstjóri Matís á árunum 2006-2010 og þar áður forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins árin.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum