Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2017 Matvælaráðuneytið

Tíu nýir löggiltir endurskoðendur

Tíu nýir löggiltir endurskoðendur
Tíu nýir löggiltir endurskoðendur

Í fyrsta ávarpi sínu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitti Þórdís Kolbrún Gylfadóttir tíu einstaklingum, fimm konum og fimm körlum, réttindi til endurskoðunarstarfa.

Samhliða undirrituðu þau drengskaparheit um að þau munu rækja í hvívetna og af samviskusemi það starf sem löggildingin veitir þeim rétt til og hlíta lögum og öðrum reglum sem starfið varða.

Auk ráðherra ávörpuðu formaður prófnefndar endurskoðenda og formaður félags endurskoðenda útskriftarhópinn og óskuðu þeim velfarnaðar í starfi sem löggiltir endurskoðendur.

Tíu nýir löggiltir endurskoðendur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum