Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2017 Matvælaráðuneytið

Guðmundur Kristján Jónsson ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar

Guðmundur Kristján Jónsson
Guðmundur Kristján Jónsson

Guðmundur Kristján Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Guðmundur lauk BES. gráðu í umhverfisfræðum með áherslu á borgarskipulag frá University of Waterloo í Kanada árið 2016. Helstu rannsóknarefni hans voru loftslags- og lýðheilsumál. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og sveinsprófi í húsamíði frá Tækniskólanum í Reykjavík.

Guðmundur lætur af störfum sem framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Borgarbrags ehf. sem hann stofnaði og rekur ásamt Pétri H. Marteinssyni. Áður starfaði Guðmundur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og sem pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Guðmundur starfaði um árabil sem húsasmiður, m.a. við innréttingasmíði, trésmíði og mótauppslátt.

Guðmundur er fæddur árið 1988 og er kvæntur Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra og stjórnmálafræðingi. Hann á tvo stjúpsyni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum