Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ráðherra tekur á móti undirskriftasöfnun vegna plastpoka

Frá afhendingu undirskriftanna í dag.

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók í dag við undirskriftum um 7800 Íslendinga með áskorun um að einnota plastpokar verði bannaðir og að notkun á einnota plastumbúðum verði takmarkaðar verulega.

Það voru systurnar Þórhildur og Þuríður Helga Kristjánsdætur sem stóðu fyrir undirskriftasöfnuninni undir yfirskriftinni Plastlaust Ísland.

Á fundi með ráðherra í dag sögðu þær frá tildrögum söfnunarinnar og að þær teldu að góður jarðvegur væri fyrir breytingar í þessa átt þar sem vakning hefði orðið meðal almennings um skaðsemi plasts. Tók ráðherra undir að mikilvægt væri að nýta sér slíkan meðbyr til jákvæðra breytinga og sagði ýmsar leiðir til skoðunar til að draga úr plastnotkun hérlendis. Þá þakkaði hún fyrir undirskriftasöfunina sem hún sagði gott veganesti fyrir áframhaldandi vinnu á þessu sviði.

Aðgerðaáætlun til að draga úr notkun plastpoka 2016 -2018

Efni þessarar fréttar tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga neyslu og verndun jarðarinnar.

Merki markmiðs númer 12, ábyrg neyslaMerki markmiðs númer 13, verndun Jarðarinnar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn