Dómsmálaráðuneytið

Tíu sóttu um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Tíu umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra en auglýsing var birt í byrjun janúar. Umsóknarfrestur rann út 25. janúar.

Umsækjendur um embættið eru:

Halldór Rósmundur Guðjónsson, fulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, fyrrverandi lögreglumaður.

Jóhanna Sigurjónsdóttir, lögfræðingur, sjálfstætt starfandi lögmaður.

Jónína Guðmundsdóttir, lögmaður PACTA lögmenn Selfossi.

Stefán Ólafsson, lögmaður PACTA lögmenn Blönduósi.

Eiríkur Benedikt Ragnarsson, lögreglufulltrúi LRH.

Björn Ingi Óskarsson, lögmaður Arion banka, fyrrverandi staðgengill lögreglustjóra á Norðurlandi vestra.

Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri lögregluskóla ríkisins og sýslumaður í Vestmannaeyjum.

Gunnar Örn Jónsson, fulltrúi og staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi.

Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi og núverandi staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, fyrrverandi lögreglumaður.

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn