Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Harpa Þórsdóttir skipuð safnstjóri Listasafns Íslands

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2017.

Harpa_thorsd_a
Harpa_thorsd_a

Harpa Þórsdóttir er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við Sorbonne háskólann í París og lauk þaðan Maí'trise-prófi í listasögu árið 1998. Hún starfaði við safna- og fornleifafræðideild Bouloqne-sur-Mer borgar og sem verkefnisstjóri í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 er hún var ráðin deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Harpa hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands síðan haustið 2008. Á liðnu ári lauk hún sérhæfðu námi fyrir stjórnendur safna á vegum Getty Leadership Institute í  Claremont Graduate University í Kaliforníu.

Valnefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis mat Hörpu Þórsdóttur hæfasta til að gegna embætti safnstjóra Listasafns Íslands og í umsögn hennar til ráðherra segir meðal annars: „... Harpa hefur náð miklum árangri sem forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en þar hefur hún starfað í tæp níu ár. Þar áður starfaði hún um sex ára tímabil hjá Listasafni Íslands sem deildarstjóri sýningadeildar. Þar öðlaðist hún yfirgripsmikla þekkingu á formgerð, hlutverki og starfsumhverfi safnsins“.

Umsækjendur um embætti safnstjóra Listasafns Íslands voru 20, átta karlar og tólf konur.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn