Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úthlutun úr íþróttasjóði 2017

Íþróttanefnd bárust alls 213 umsóknir að fjárhæð rúmlega 196  m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2017.

Alls voru 142 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að fjárhæð um 129  m. kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni  voru 58 að fjárhæð um 29 m. kr. og  umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 13 að fjárhæð um 36 m. kr. Til ráðstöfunar voru 16. 450.000 kr.  sem skiptist þannig milli flokka:

Aðstaða 9.800.000
Fræðsla og útbreiðsla 3.150.000
Rannsóknir 3.500.000
Samtals: 16.450.000

Listi yfir þá sem hlutu styrki 2017

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn