Hoppa yfir valmynd
22. mars 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Hádegisverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, mánudaginn 27. mars næstkomandi, í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Markmið fundarins er að kynna áherslur sjóðsins í ár og hvetja áhugasama til að sækja um styrki úr sjóðnum.

Þróunarsjóður innflytjendamála hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og hafa yfir 100 verkefni og rannsóknir fengið styrki úr sjóðnum frá upphafi þar sem lögð hefur verið áhersla á að fjölbreytt verkefni. Sem dæmi má nefna leikrit, útvarpsþætti, fræðslu gegn fordómum, vinnumarkaðsúrræði og rannsóknir. Styrkþegar hafa fjölbreyttan bakgrunn, allt frá grasrótarsamtökum innflytjenda til sveitarfélaga og háskólasamfélagsins. Á fundinum verður sagt frá þremur verkefnum sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og kynntar áherslur við úthlutun sjóðsins fyrir árið 2016–2017 en 15 m.kr. eru til úthlutunar að þessu sinni.

Fundarstjóri er Tatjana Latinovic, formaður innflytjendaráðs.

Dagskrá

Kl. 12.00 - 12.00 Súpa og brauð 
Kl. 12.15 - 12.25  Lögregla í fjölbreyttu samfélagi, Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi
Kl. 12.25 - 12.35 Grunnskólanemar af erlendum uppruna á Íslandi: Staða og framtíðarsýn, Anna Katarzyna Wozniczka, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
 Kl. 12:35 - 12:45 Mitt samfélag - mín framtíð, Davor Purušić, lögfræðingur hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Að loknum erindum gefst fundargestum færi á að bera fram fyrirspurnir til fyrirlesara.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected].

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum